Lýsing
Byrjað er á ermum því bollengd ákvarðast af lengd erma, þ.e. bolur er jafnlangur ermum. Ef ermarnar eru hafðar stuttar er bolurinn stuttur. Ermar og bolur eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring.