Skoða körfu “Kátir karlar” hefur verið bætt í vörukörfuna þína.
Eilífð
Átta er ein af mínum uppáhaldstölum. Eilífðarformið sem tengist og teygir sig endalaust áfram hring eftir hring, upp og áfram út í eilífðina. Ljósgráa litasamsetningin er yfirveguð og djúpt þenkjandi. Hin með hressandi bakgrunnsliti í munstrinu og aðal litinn Geim sem ég hannaði hugsandi lengra en norðurljósin.
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferðin byrjar í vinstri hlið á bol en á samskeytum bols og ermar vinstra megin á baki.