fbpx

NEI!

Munstrið varð upprunalega til fyrir prjónaskúlptúr en seinna útfærði ég það í peysu. Flík sem gott er að bregða sér í til mótmæla eða þegar þörf er á: Nei þýðir nei!

kr.700,00

Flokkar

Bækur

Lopi 38

Hönnuður

Védís Jónsdóttir

Lýsing

Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferðin byrjar í vinstri hlið á bol en á samskeytum bols og ermar vinstra megin á baki. Hetta er prjónuð fram og til baka.

STÆRÐIR S M L XL
Yfirvídd 89 99 109 119 cm
Lengd á bol að handvegi 50 52 54 56 cm
Ermalengd að handvegi dömu 46 47 48 49 cm
Ermalengd að handvegi herra 50 51 52 53 cm
Peysa S M L XL
Léttlopi – 50 gr dokkur
0059 svartur 9 10 11 12
0051 hvítur 2 2 2 3
Einband – 50 gr dokkur
1770 skærrauður (í útsaum og snúru) 1 1 1 1
Share on facebook
Share