Skoða körfu “12-22” hefur verið bætt í vörukörfuna þína.
Selir
Selir á svörtum sandi, aldan brotnar og mávurinn flýgur hátt. Munstrið á sér langa sögu og var lengi í smíðum. Sem barni fannst mér gaman að ímynda mér að selirnir væru að elta mig við fjöruborðið eins og þeir vildu segja mér eitthvað með sínum stóru, forvitnu augum. Nú er þeir nánast horfnir og ég sakna þess að sjá þá ekki liggja makindalega á skerjum.
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferðin byrjar í vinstri hlið á bol en á samskeytum bols og ermar vinstra megin á baki.