Lýsing
Peysan er prjónuð úr einum þræði af Einbandi og einum þræði af Plötulopa saman. Sami litur í Einbandi er notaður í alla peysuna. Við litaskipti er best að snúa saman Plötulopaþræðina. Í uppskriftinni er brugðna hliðin (rangan) látin snúa út en með fallegum frágangi er hægt að nota hana hvort sem er með sléttu eða bruðgnu hliðina út. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð byrjar í vinstri hlið á bol en á axlastykki byrjar umferð á samskeytum bols og ermar, vinstra megin á baki.