fbpx

Um Lopidesign

Lopidesign er í eigu Ístex hf. Lopidesign hefur að geyma sígilda og vandaða hönnun fyrir Lopa. Þar má nefna fjölbreytt úrval uppskrifta fyrir Plötulopa, Álafosslopa, Léttlopa, Jöklalopa og Einband.


Ístex er leiðandi í framleiðslu á lopa og gefur árlega út prjónabækur undir nafninu Lopi. Uppskriftirnar eru síðar gefnar út stakar á Lopidesign. Ístex leggur metnað í vandaðar og nákvæmar uppskriftir sem henta allri fjölskyldunni, þar á meðal gæludýrunum.


Védís Jónsdóttir hönnuður starfar hjá Ístex við prjónahönnun, hönnun á fjölbreyttu litaúrvali í bandi auk teppa. Í gegnum árin hefur Ístex verið í samstarfi við fjöldan allan af hæfileikaríku og skapandi fólki.

Lopi

Plötulopi er óspunninn þráður sem hentar afar vel í hefðbundnar lopapeysur. Hægt er að ráða grófleika lopans með því að prjóna með einum eða fleiri þráðum.

Álafosslopi er tilvalinn í flíkur til útivistar, flíkur úr Álafosslopa eru hlýjar og einstaklega léttar miðað við þykkt.

Léttlopi er helmingi þynnri en Álafosslopi. Flíkur úr Léttlopa eru notalegar jafnt innandyra sem utan.

Jöklalopi tekur við af Bulkylopa. Jöklalopi er þykkari en Álafosslopi og er tilvalinn í einlitar flíkur. Það er mjög fljótlegt að prjóna flík úr Jöklalopa.

Einband hentar vel í útprjón, sjöl og léttar flíkur. Einbandið er upplagt að nota bæði einfalt og tvöfalt.

Auðvelt er að prjóna úr Lopa og því er Lopi tilvalin fyrir alla prjónaunnendur.

Um Ístex

Markmið Ístex er að framleiða hágæða vörur úr íslenskri ull fyrir alla þá sem kjósa náttúrulegar, sjálfbærar og umhverfisvænar vörur. Ístex framleiðir handprjónaband úr íslenskri ull og er hún vottuð samkvæmt OEKO-TEX 100 staðli. Ístex kaupir ullina beint frá bændum og er hún þvegin á þvottastöð Ístex á Blönduósi. Bændur eiga 80% hlut að Ístex.

Ullarvinnslan í Mosfellsbæ hefur staðið samfleytt frá árinu 1896, áður undir nafninu Álafoss. Ístex tók við starfseminni árið 1991.

Nánari upplýsingar má finna hér Ístex

Íslenska sauðkindin

Íslenska sauðkindin hefur fylgt Íslendingum frá landnámi. Stofninn er einstakur og hefur haldist einangraður í gegnum aldirnar. Það eru 400-500 þúsund kindur á Íslandi og meðalbú er með 200-300 kindur.

Mikið og öflugt eftirlit er með velferð sauðfjár á Íslandi. Féið gengur ekki úr reyfinu og því er rúningur mikilvægur hluti af velferð kinda. Rúningur fer oftast fram tvisvar á ári, að hausti og vori.

Íslenska ullin

Íslenska ullin hefur þróast í 1100 ár í köldu, norðlægu loftslagi og býr þess vegna yfir einstakri samsetningu innri og ytri þráða. Þelið er fíngert, mjúkt og óreglulega liðað.  Það verndar féið gegn kulda. Togið er lengra, slétt og harðgert. Það veitir vörn gegn vatni og vindum. Þegar tog og þel er unnið saman verður til hinn einstaki Lopi sem Lopidraumur sækir styrk sinn í.

Ullin hefur þann eiginleika að halda einstöku raka- og hitajafnvægi.