Plötulopi er óspunninn þráður sem hentar afar vel í hefðbundnar lopapeysur. Hægt er að ráða grófleika lopans með því að prjóna með einum eða fleiri þráðum.
Álafosslopi er tilvalinn í flíkur til útivistar, flíkur úr Álafosslopa eru hlýjar og einstaklega léttar miðað við þykkt.
Léttlopi er helmingi þynnri en Álafosslopi. Flíkur úr Léttlopa eru notalegar jafnt innandyra sem utan.
Jöklalopi tekur við af Bulkylopa. Jöklalopi er þykkari en Álafosslopi og er tilvalinn í einlitar flíkur. Það er mjög fljótlegt að prjóna flík úr Jöklalopa.
Einband hentar vel í útprjón, sjöl og léttar flíkur. Einbandið er upplagt að nota bæði einfalt og tvöfalt.
Auðvelt er að prjóna úr Lopa og því er Lopi tilvalin fyrir alla prjónaunnendur.