Hlæjandi víkingar í góðra vina hópi eða vígreifir karlar með skegg sem kunna að taka til hendinni. Ég hef lengi haft gaman af að hafa mismunandi munstur á bol og ermum sem spegla ekki axlastykkið og hér eru einnig mismunandi litir í stroffum.
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferðin byrjar í vinstri hlið á bol en á samskeytum bols og ermar vinstra megin á baki.