Lýsing
Skálmar, bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af bol og ermum sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð á bol byrjar og endar á brugðinni lykkju á miðju framstykki. Saumað er með saumavél í brugðnu lykkjurnar áður en klippt er upp á milli þeirra til að opna gallann.