fbpx

Krílaland

Kjagandi krútt að koma úr fjörunni með leikskólanum sínum. Haldast í hendur í of stórum göllum, einn með risa eyru á lambhúshettunni sinni, hrikaleg krútt! Ekkert betra en lopagalli til að durga barnið útí kerru hvernig sem viðrar.

kr.700,00

Flokkar

Bækur

Lopi 38

Hönnuður

Védís Jónsdóttir

Lýsing

Skálmar, bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af bol og ermum sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð á bol byrjar og endar á brugðinni lykkju á miðju framstykki. Saumað er með saumavél í brugðnu lykkjurnar áður en klippt er upp á milli þeirra til að opna gallann.

STÆRÐIR 9-18 mánaða 18-24 mánaða
Yfirvídd 60 65 cm
Lengd frá miðju baki 62 68 cm
Lengd á skálm 24 26 cm
Ermalengd að handvegi 20 22 cm
Lopagalli 9-18 mánaða 18-24 mánaða
Léttlopi – 50 gr dokkur
1702 vetrarbraut 5 6
9434 hárauður 1 1
1403 lapis blár 1 1
9420 dökkblár 1 1
Share on facebook
Share