Munstrið er leikur með áttablaðarós sem ég hef gaman af eins og í peysunni Afmæli. Hugmyndin kom þegar ég sá terazzo gólfflísar með smárum og lét hugan reika um fallandi lauf, vínvið og haust. Litasamsetningarnar gefa munstrinu skemmtilega ólíkar myndir.
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferðin byrjar í vinstri hlið á bol en á samskeytum bols og ermar vinstra megin á baki.