Skoða körfu “Fletir” hefur verið bætt í vörukörfuna þína.
Uppstytta
Upprunalegi innblásturinn að munstrinu var dagrenning.
Þoka liggur við sjóinn að morgni en birtan reynir að kíkja í gegnum skýin. Léttir hann til? Verður komin hafgola um hádegið?
Bátlaga hálsmál og vídd í baki og ermum gefa peysunni nýtt form.
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferðin byrjar í vinstri hlið á bol en á samskeytum bols og ermar vinstra megin á baki.