Lýsing
Bolur og ermar eru prjónuð í hring en seinni hluti axlastykkis er prjónað fram og til baka, svo hálsmálið verði nægilega stórt. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð byrjar í vinstri hlið á bol en á axlastykki byrjar umferð á samskeytum bols og ermar, vinstra megin á baki.