Við leikum okkur í gróðri þar sem litlir sprotar eiga eftir að vaxa. Bíðið við, leynist refur þarna? Munstrið tekur á sig allt aðra mynd. Ef aðalliturinn er hafður í sama lit og stroffið verður peysan önnur og einfaldari.
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferðin byrjar í vinstri hlið á bol en á samskeytum bols og ermar vinstra megin á baki.