Jökulár, leirur og mosi renna saman og sundur. Þykkur lopinn felur hrollinn sem setur að þegar kaldar vorrigningar ganga yfir. Stórkarlalegt munstrið, þrílitt eins og hið upprunalega felumunstur var, gefur baráttuþrek í hretinu.
Bak, framstykki og ermar eru prjónuð fram og til baka úr Álafosslopa með myndprjóns aðferð þar sem munsturlitunum er víxlað við litaskiptin. Þægilegast er að prjóna stykkin frá réttunni.