Drekabörn verða ekki að steini þó sólin skíni á þau. Börnin hræðast ekkert og geta bæði hlaupið hratt og flogið! Látið hugmyndaaflið leiða ykkur á vit ævintýranna með þeim.
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð byrjar í vinstri hlið á bol en á samskeytum bols og ermar vinstra megin í baki.