fbpx

Skilmálar

Almennt
Lopidesign.is er vefur með handavinnuuppskriftum þar sem viðskiptavinir geta keypt stakar uppskriftir á stafrænu formi til niðurhals. Lopidesign.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á einstakar uppskriftir fyrirvaralaust.

Afhending vöru
Öll kaup á vörum eru afhentar rafrænt (með niðurhalshlekk) og eru endanleg um leið og greitt hefur verið fyrir vöruna. Slíkar vörur fást ekki endurgreiddar nema ef um gallaða/skemmda vöru er að ræða.

Skilafrestur
Ekki er hægt að skila vöru.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og kvittanir eru gefnir út með VSK.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.

Einkaleyfi og vörumerki
Öll vörumerki og viðskiptaheiti  sem kemur fram uppskriftum er eign Ístex. Þér er óheimilt að afrita, birta eða nota einhver slík merki án þess að fá til þess skriflegt leyfi fyrirfram frá eiganda merkisins.

Höfundaréttur
Allar uppskriftir á lopidesign.is eru eign Ístex eða höfunda og eru verndaðar af höfundaréttarlögum. Uppskriftirnar má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndunm, prentun, ljósritun eða á annan sambærilega hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis eiganda. Óheimilt er að deila uppskriftum til þriðja aðila. Óheimilt er að fjölfalda þá hluti sem uppskriftirnar eru birtar af í viðskiptaskyni án leyfis höfundar. Óheimilt er að deila

KAUPSKILMÁLI

Megin upplýsingar
Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru frá lopidesign.is til neytenda. Skilmálinn sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum er grunnurinn að viðskiptunum. Um neytendakaup þessi er fjallað í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvend og meðferð persónuupplýsinga.

Skilgreining
Seljandi er Ístex hf., kennitala 561091-1109.
Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.

Pöntun
Pöntun er bindandi þegar hún hefur verið skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun. Kaupandi fær senda staðfestingu á kaupum þegar pöntun er skráð. Kaupanda er bent á að kynna sér vel pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einnig ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun. Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum innan sanngjarns tíma frá því að hann fékk vitneskju um afhendinguna. Samkvæmt grein 23 í lögum um neytendakaup.

Eftir að pöntun og greiðsla hefur verið staðfest þá er hægt að prenta út uppskriftina innan 3ja daga.

Upplýsingar
Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.

Verð
Lopidesign.is  áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og undangenginnar tilkynningar. Villur í verði geta orðið til fyrir slysni og eru ekki bindandi fyrir tíbrá.is og er okkur heimilt að breyta því án frekari útskýringa. Verðhækkanir sem og verðlækkanir sem eiga sér stað eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti.

Greiðsla
Hægt er að greiða með kreditkortum; VISA, Mastercard og American express. Pöntun er ekki staðfest fyrr en greiðsla er innt af hendi.

Ábyrgð
Ábyrgðir seljanda hafa ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem á er kveðið í lögum um neytendakaup.

Persónuvernd
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni www.lopidesign.is og hefur enginn nema eigandi vefsins aðgang að þeim. Í engum tilvikum eru persónuupplýsingar afhentar þriðja aðila. Við kaup á vöru eða þjónustu veitir viðskiptavinur www.lopidesign.is samþykki sitt fyrir að fyrirtækið safni og vinni úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins. Lopidesign.is mun ekki undir neinum kringumstæðum geyma neinar kreditkortaupplýsingar kaupanda, þar sem kaupandi fer sjálfkrafa inná örugga greiðslusíðu Borgunar til að klára kaupin. Aðgangur þinn og notkun á www.lopidesign.is er háð skilmálum og skilyrðum sem koma fram í þessari tilkynningu um lagaleg aðtriði.

Úrlausn vafamála
Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Neytendasamtökin.

Þjónusta og upplýsingar
Ef þú hefur spurningar um innihald eða efni vefsíðunnar er þér velkomið að hafa samband við okkur lopidesign@lopidesign.is  Spurningum er svarað eins fljótt og mögulegt er.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Sjöstrand á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.