1. Teikning
Ekki tókst að hlaða framboði
-
Tegund:
Krakkar
- Merki: Védís Jónsdóttir, Lopi 42, Kambgarn
Lýsing
Fyrsta persónu teikningin. Höfuðvera með langa leggi á stjákli undir sól og stjörnuhimni.
Uppskrift bæði að opinni peysu og húfu í stíl.
Prjónað úr Kambgarni. Hönnuður er Védís Jónsdóttir, birt í bókinni Ævintýri - Lopi 42.
Aðferð
Aðferð
Ermar eru prjónaðar í hring. Bolur er prjónaður fram og til baka. Við handveg eru lykkjur af bol og ermum sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað fram og til baka.
Prjónfesta
Prjónfesta
10 x 10 cm = 26 L og 32 umf slétt prjón á prjóna nr 3½.
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.
Prjónar
Prjónar
Hringprjónn nr 3½, 60 cm
Hringprjónn nr 3, 60 cm
Sokkaprjónar nr 3 og 3½
3 hnappar
Hvar er hægt að finna ullina okkar?
Hvar er hægt að finna ullina okkar?
Lopidesign frá Ístex afgreiðir band eingöngu í gegnum heildsölur. Vörur okkar eru fáanlegar í nær öllum heimshornum.
Hér að neðan er kort sem sýnir söluaðila okkar á Íslandi og heildsöluaðila okkar erlendis.

