Lýsing
Gráa peysan er prjónuð úr Léttlopa.
Bleika peysan er pjónuð úr einum þræði af Plötulopa og einum þræði af Einbandi og er síðari en sú gráa.
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð byrjar í vinstri hlið á bol en á axlastykki byrjar umferð á samskeytum bols og ermar, vinstra megin á baki. Stroff og hálsmál eru ekki eins á peysunum.